spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2027Kynna nýtt þjálfarateymi landsliðsins

Kynna nýtt þjálfarateymi landsliðsins

KKÍ tilkynnti á dögunum að Pekka Salminen hafi verið ráðinn sem þjálfari A landsliðs kvenna.

Í dag tilkynnti sambandið svo að aðstoðarþjálfarar Pekka yrðu þrír talsins. Ólafur Jónas Sigurðarson heldur áfram sem aðstoðarþjálfari, en hann hafði einnig verið í þjálfarateymi landsliðsins undir stjórn Benedikts Guðmundssonar. Tveir bætast svo í hópinn, þeir Emil Barja þjálfari Hauka og Daníel Andri Halldórsson þjálfari Þórs Akureyri.

Samkvæmt tilkynningu mun fyrsta verkefni liðsins vera æfingabúðir í ágúst, en liðið hefur svo keppni í undankeppni EuroBasket 2027 í nóvember.

Fréttir
- Auglýsing -