Komandi mánudag 31. mars mun KKÍ kynna nýjan landsliðsþjálfara kvenna.
Starf landsliðsþjálfara hefur verið laust síðan Benedikt Guðmundsson sagði því lausu eftir lok undankeppni EuroBasket 2025.
Benedikt hafði verið þjálfari liðsins frá árinu 2019 og hafði hann á þeim tíma náð ágætis árangri með liðið, meðal annars unnið sex leiki og verið í hörkuleikjum gegn stórum þjóðum í síðustu leikjagluggum.
Þegar að Benedikt tók við liðinu 2019 var hann tíundi þjálfari þess á þessari öld og mun næsti þjálfari því vera sá ellefti, en ekki var óalgengt að þjálfarar væru með liðið í stuttan tíma fyrst uppúr aldamótum.