KV tryggði sig í kvöld sæti í fyrstu deild karla eftir sigur gegn Vestrs í öðrum leik úrslitaeinvígið liðanna á Meistaravöllum, 95-75.
Stigahæstir fyrir KR í leiknum voru Hallgrímur Árni með 31, Benedikt með 22 og Andrés með 12. Fyrir Vestra var Hjálmar stigahæstur með 18, Jonathan setti 17 og Elmar var með 15 stig.
KV hafði unnið fyrri leik liðanna síðastliðinn föstudag á Ísafirði, en vinna þurfti tvo leiki til að tryggja sig upp um deild.
Vestri hafði unnið deildarkeppni 2. deildarinnar, á meðan að KV hafði endað í 4. sætinu.
Það er því ljóst að eins og staðan er verður það KV sem tekur sæti Hrunamanna í fyrstu deildinni á komandi tímabili. Þó á enn eftir að ákveða hvort Þróttur fær að halda sæti sínu í deildinni og fari það að svo verði ekki, mun KV líklega taka sæti þeirra.