Fyrr í dag var það tilkynnt að KV hefði verið boðið sæti í fyrstu deild karla, en að þeir hefðu til 31. maí til þess að taka því boði og skrá sig til leiks. Samkvæmt heimildum þá var ekki búið að taka ákvörðun um hvort liðið myndi taka þessu boði.
Seinna í dag tilkynntu KR og KV svo það að liðið myndi taka þetta sæti og yrðu með lið í fyrstu deildinni á næsta tímabili. Eru félögin því orðin tvö sem hafa tengingu til toppliða í Dominos deildinni, en áður höfðu Álftanes og Stjarnan gefið það út að samvinna þeirra yrði á svipaðan leik og KR og KV hafa haft síðasta árið.
KV er staðsett í Vesturbæ Reykjavíkur og er að miklu leyti samsett úr efnilegum leikmönnum uppöldum hjá KR, en 10 þeirra fengu félagaskipti yfir í október síðastliðnum.