8:15
{mosimage}
Simone Ann-Marie Edwards frá Jamaica skoraði mest allra í nótt
Fyrstu leikir Ameríkumóts kvenna fóru fram í nótt í Chile. Ríkjandi meistarar frá Kúbu töpuðu fyrsta leik fyrir bandarísku stúlkunum sem ætla sér greinilega stóra hluti. Leikurinn fór 85-79 eftir að fyrstu þrír leikhlutarnir voru jafnir og spennandi sigu þær bandarísku framúr í lokin.
Í hinum leik B riðils sigraði Kanada Jamaica 68-47. Í A riðli sigraði Brasilía Argentínu 72-62 og Chile vann Mexíkó 85-54.
Mynd: www.fibaamerica.com