KR varð í dag bikarmeistari í 10. flokki stúlkna eftir sigur gegn Keflavík í úrslitaleik í Laugardalshöllinni, 86-48.
Kristrún Kjartansdóttir var var valin besti leikmaður úrslitaleiksins að honum loknum. Hún skilaði þrefaldri tvennu í leiknum, 18 stigum, 12 fráköstum og 11 stoðsendingum, en við það bætti hún 2 stolnum boltum. Þá var hún einnig gífurlega skilvirk, með 77% heildarskotnýtingu og 37 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Karfan spjallaði við Kristrúnu eftir að bikarinn fór á loft í Laugardalshöllinni.