16:10
{mosimage}
(Kristrún barðist vel í íslenska liðinu í dag)
,,Við ákváðum að koma stoltar í leikinn og berjast í þessu, við ætluðum ekkert að koma hingað til að tapa fallega því við ætluðum að vinna þennan leik. Þetta var samt ágætur leikur þrátt fyrir tapið,“ sagði Kristrún Sigurjónsdóttir í samtali við Karfan.is eftir leik en hún færði íslenska liðinu mikla baráttu auk þess sem Kristrún gerði 8 stig og gaf 3 stoðsendingar.
Var munurinn á liðunum einfaldlega hæðin og styrkurinn?
,,Já, svoleiðis. Það er frekar erfitt að stíga þær út en við reyndum þó en þær hafa hæðina gegn okkur,“ sagði Kristrún en er hún sáttari við síðari hlutann hjá íslenska liðinu í Evrópukeppninni en þann fyrri?
,,Já, við náðum sigri á móti Írum og erum vissulega ánægðar með það eftir slaka byrjun á þessum síðari hluta þannig að við getum alveg gengið sáttar frá keppninni,“ sagði Kristrún Sigurjónsdóttir leikmaður Hamars í Iceland Express deild kvenna.