Kristófer Acox er kominn með bandarískan háskóla en sá heitir Furman og er skóli í fyrstu deild, þ.e. efstu körfuboltadeild NCAA keppninnar í Bandaríkjunum. Furman er staðsettur í Suður-Karólínu og er einkaskóli.
Kristófer heldur þó ekki strax út til náms og mun því leika með KR á komandi tímabili en hann á eftir að ljúka útskrift frá Kvennaskólanum áður en Ameríkureisan hefst. Kristófer sagði í snörpu samtali við Karfan.is að ekkert annað en KR kæmi til greina á Íslandi en Karfan.is hefur heimildir fyrir því að nokkur önnur félög hafi borið víurnar í kappann.