Kristófer Acox leikmaður Denain í Frakklandi varð fyrir því óláni að meiðast á dögunum. Frá þessu greinir Fréttablaðið.
Kristófer hefur verið að díla við magakveisu síðustu vikuna og meiddist svo á fyrstu æfingu sinni eftir það í gær. Hann sneri sig á ökkla, er marinn og illa bólginn.
Ökklinn mun ekki vera brotinn en hann er illa tognaður. Gert er ráð fyrir að Kristófer verði frá í þrjár vikur.
Kristófer mun því missa af næstu leikjum liðsins í Leiðtoga-bikarnum auk fyrsta leiksins í frönsku B-deildinni. Hann hefur farið vel af stað með liði Denain á vellinum en svekkjandi fyrir þennan frábæra leikmann að missa út nokkrar vikur í upphafi tímabils.