Forsetakosningar fara fram á Íslandi þann 1. júní næstkomandi, en í þeim munu landsmenn velja næsta forseta landsins til næstu fjögurra ára. Nú um áramótin tilkynnti forseti Íslands frá árinu 2016 Guðni Th. Jóhannesson að hann hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri og síðan þá hafa ótalmargir frambærilegir frambjóðendur stigið fram og uppfyllt þær kröfur sem nauðsynlegar eru til að geta farið í framboð.
Einum frambjóðanda til forseta Íslands, fyrrum borgarstjóra Reykjavíkur og leikaranum Jóni Gnarr barst á dögunum stuðningsyfirlýsig frá þreföldum leikmanni ársins, fjórföldum meistara og leikmanni Vals í Subway deildinni Kristófer Acox.
Í færslu frambjóðandans á samfélagsmiðlum er haft eftir Kristófer “Fyrir mér þarf góður forseti að vera heiðarlegur, auðmjúkur og skemmtilegur. Þetta eru kostir sem Jón ber sannarlega, Jón Gnarr er minn forseti!”