Framherjinn Kristófer Acox er á ný kominn í leikmannahóp Vals fyrir annan leik þeirra í undanúrslitum Subway deildar karla gegn Þór í Þorlákshöfn. Staðfestir Kristófer þetta í samtali við Körfuna.

Kristófer var frá í fyrsta leik Íslandsmeistarana sem þeir töpuðu heima í Origo Höllinni á dögunum. Kristófer hefur verið að eiga við meiðsli í kálfa, en samkvæmt honum verður látið á það reyna í kvöld hvort honum sé hætt að taka þátt.