spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKristófer Acox upplifði rasisma í fyrsta skipti á ferlinum í Síkinu "Ingi...

Kristófer Acox upplifði rasisma í fyrsta skipti á ferlinum í Síkinu “Ingi Taktu Kristó útaf og settu hann aftur í apabúrið”

KR sigraði Tindastól fyrr í kvöld í framlengdum leik í Síkinu á Sauðárkróki, 88-91, í 16. umferð Dominos deildar karla. Eftir leikinn er Tindastóll í 2.-3. sæti deildarinnar með 24 stig á meðan að KR er í 4. sætinu með 22.

Verðmætasti leikmaður síðasta tímabils, leikmaður KR, Kristófer Acox, segir á samskiptamiðlinum Twitter farir sínar ekki sléttar við stuðningsmenn heimamanna í leik kvöldsins. Tekur hann fram að aldrei hafi hann upplifað rasisma á feril sínum, fyrr en í kvöld. Þar sem hann hafi heyrt stuðningsmenn Tindastóls kalla á þjálfara KR, Inga Þór Steinþórsson, að þeir ættu að taka hann útaf og setja hann aftur í apabúrið.

Ljóst er að um hræðilegt atvik er að ræða, sem taka ber alvarlega. Áhugavert verður að sjá hverjar aðgerðir bæði félags sem á í hlut sem og sambandsins verða. Enginn leikmaður, hvort sem hann eða hún spilar fyrir landsliðið eða ekki, á að þurfa að eiga það á hættu að þurfa að hlusta á slíkar árásir er þau spila þessa fallegu íþrótt, eða annarsstaðar.

Fréttir
- Auglýsing -