spot_img
HomeFréttirKristófer Acox gæti leitt SoCon deildina í varnarfráköstum á komandi leiktíð

Kristófer Acox gæti leitt SoCon deildina í varnarfráköstum á komandi leiktíð

Bandaríska dagblaðið Washington Post birti nýverið grein um 5 litla háskóla í Bandaríkjunum sem gætu valdið usla í háskólaboltanum í vetur. Þar af er Furman háskólinn sem Kristófer Acox spilar með.

 

Þar kemur fram að takist Furman að halda áfram þeirri siglingu sem liðið var komið á í lok tímabils í fyrra gæti þeim verið allir vegir færir. Á fyrri hluta leiktíðarinnar hélt vörnin hjá liðinu engu vatni og leyfði 1,11 stig per sókn. Í síðustu 6 leikjum tímabilsins hélt liðið hins vegar andstæðingum sínum í aðeins 0,96 stig per sókn og sigruðu 4 af þeim.

 

Lykillinn að þessu öllu var okkar maður, Kristófer Acox en þegar liðið hóf að pressa á skyttur hinna liðanna var það verkefni Kristófers að rífa niður fráköstin. Paladins tóku tæplega 67% af þessum fráköstum og Kristófer þar í broddi fylkingar, en hann leiddi SoCon deildina í fráköstum á síðustu leiktíð með töluverðum yfirburðum. Washington Post fullyrðir að Kristófer geti orðið einn af leiðandi varnarfrákösturum SoCon deildarinnar í vetur annað árið í röð.

 

Ekki ónýt meðmæli það.

Fréttir
- Auglýsing -