spot_img
HomeFréttirKristófer Acox: Belgía er ekkert betra lið en við

Kristófer Acox: Belgía er ekkert betra lið en við

Kristófer Acox kom af bekknum í tapinu gegn Belgíu í kvöld og stóð sig vel. Ísland tapaði 80-65 í leiknum en Kristófer leit samt björtum augum á framhaldið í samtali við Karfan.is eftir leik.

„Kannski hægt að taka marg gott þrátt fyrir tap. Við erum enn í bullandi séns og þurum að fara brjálaðir í næsta leik og halda áfram.“ sagði Kristófer.

 

„Vorum í þessu í fyrri hálfleik og byrjuðum seinni halfleik sterkt og komumst yfir. Svo lít ég upp í seinni part þriðja leikhluta og þá er munurinn allt í einu yfir 10 stig. Ég veit ekki hvort við vorum þreyttir og við byrjum að klikka á litum hluti í vörninni en þeir voru að setja alveg fáránleg skot. “

 

„Ég var bara sáttur við mína frammistöðu. Klikkaði á auðveldum skotum eins og við vorum margir að gera. Ég reyni að koma inn með orku og taka við af Hlyn eða Hauki eða hverjum sem er. Þó ég sé ekki eins stór og margir leikmenn í þessari stöðu þá er ég hraðari og orkumeiri.“

 

„Belgía er hörku lið, eiga að vera með besta liðið í riðlinum. Mér finnst þeir samt ekkert betri en við þannig séð, hef fulla trú á að við mætum þeim aftur í höllinni og tökum þá.“

 

„Sviss á harma að hefna en á þeirra heimavelli, þeir töpuðu gegn Kýpur í kvöld þannig það er korter í sumarfrí hjá þeim. Þeir gefa ekkert eftir en ef við spilum okkar leik þá eigum við að geta tekið þá.“

 

Fréttir
- Auglýsing -