Kristján Pétur Andrésson hefur skrifað undir hjá KFÍ og mun því leika með félaginu í 1. deild karla á næstu leikdíð. Kristján mun leika með bæði meistaraflokk og unglingaflokk félagsins. www.kfi.is greinir frá.
Á heimasíðu KFÍ segir:
Kristján spilaði með Snæfell í fyrra og í sameiginlegu liði Snæfells/Borgarnes í unglingaflokk, þar sem hann var ein aðaldrifjöðurin og var með um 20 stig og 7 fráköst í leik. Hann var núna í vor valinn í U-20 landsliðshópinn hjá Benedikt Guðmundssyni.
Nú þegar hafa þeir Siggi Haff of Jón Hrafn ritað undir og núna hefur Kristján gert slíkt hið sama. Greinilegt að koma Péturs Más vestur er að skila sér.