spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaKristján Leifur aftur heim í Hafnafjörðinn

Kristján Leifur aftur heim í Hafnafjörðinn

Haukar hafa samið við Kristján Leif Sverrisson um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla. Kristján Leifur er að upplagi úr Hafnarfirðinum, en kemur til liðsins úr Breiðablik, þar sem hann skilaði 6 stigum, 7 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik í fyrstu deildinni á síðustu leiktíð. Kristján lék þó aðeins 15 leiki á þessu síðasta tímabili þar sem hann varð fyrir heilahristing. Samkvæmt tilkynningu Hauka mun hann þó vera að koma sér aftur af stað og verða klár í að hjálpa uppeldisfélagi sínu að vinna sér aftur sæti í deild þeirra bestu.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Hauka og Kristján Leifur Sverrisson hafa komist að samkomulagi um að Kristján spili með Haukum á næstu leiktíð.
Það þarf varla að kynna Kristján Leif fyrir Haukamönnum en hann þekkir hverja fjöl á Ásvöllum og spilaði upp alla yngri flokka félagsins. Þá var hann stór partur af meistaraflokksliði undanfarinna ára.
Kristján samdi við Breiðablik fyrir síðustu leiktíð þegar hann var að koma sér aftur af stað eftir heilahristing en er nú kominn í Hauka á ný og mun taka slaginn í 1. deildinni.

Fréttir
- Auglýsing -