Stjarnan hefur samið við þá Kristján Fannar Ingólfsson og Sigurð Rúnar Sigurðsson til næstu þriððja ára. Báðir eru leikmennirnir á 16. ári og því mun félagið vera að horfa til framtíðar með samningum við þessa efnilegu leikmenn, en báðir voru þeir hlutar af undir 16 ára liði Íslands í verkefnum sumarsins.
Tilkynning:
Stjarnan hefur samið við þá Kristján Fannar Ingólfsson og Sigurð Rúnar Sigurðsson um að leika með félaginu næstu 3 árin.
Þeir eru báðir fæddir 2005 og er félagið að horfa til framtíðar með því að semja við þá til lengri tíma. Ásamt því að leika með drengja og unglingaflokki félagsins þá koma þeir inní æfingahóp meistaraflokks í vetur.
Sigurður er uppalinn Stjörnumaður og hefur leikið með félaginu upp alla yngri flokkana. Kristján er hins vegar uppalinn Keflvíkingur en gekk til liðs við Stjörnuna í fyrra. Þeir voru báður í U16 ára landsliði Íslands sem keppti á norðurlandamótinu fyrir stuttu.