spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKristinn: Stundum fara hlutirnir á versta veg

Kristinn: Stundum fara hlutirnir á versta veg

Það má segja að oddaleikur Stjörnunnar og Grindvíkinga í Garðabæ hafi verið algert “antíklímax” því heimamenn mættu 100 prósent tilbúnir til leiks en Grindvíkingar bara alls ekki. Lítið að segja um leikinn annað en að Stjarnan rústaði Grindvíkingum í þessum oddaleik, 104-72. Stjarnan er komin í undanúrslit og mæta þar Þór frá Þorlákshöfn, en Grindavík er úr leik.

Meira má lesa um leikinn hér.

Karfan ræddi við Kristinn Pálsson leikmann Grindavíkur eftir leik: “Þeir mættu algjörlega dýrvitlausir og tilbúnir til leiks en við vorum af einhverjum ástæðum alveg flatir. Leikurinn var mikil vonbrigði fyrir okkur enda trúðum við því fyrir leik að við gætum slegið þá út.

Annað kom á daginn og ég ætla ekki að reyna að finna einhverjar afsakanir; ætla ekki að kenna neinu eða einhverju um tapið; stundum fara hlutirnir á versta veg án þess að maður geti útskýrt það með skynsamlegum hætti. Við áttum okkar hæðir og lægðir í vetur en það vantaði stundum upp á jafnvægið í leik liðsins. Nú er það sumarfrí og vonandi mætum við hressir og sterkir inn í næsta tímabil, við erum með gott lið og nú höfum við tíma til að finna út hvað fór úrskeiðis, hvað við getum bætt til hins betra.”

Fréttir
- Auglýsing -