Kristinn Pálsson til Aris Leeuwarden - Karfan
spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKristinn Pálsson til Aris Leeuwarden

Kristinn Pálsson til Aris Leeuwarden

Landsliðsmaðurinn Kristinn Pálsson hefur samið við Aris Leeuwarden í BNXT deildinni í Hollandi/Belgíu fyrir næsta tímabil.

Kristinn fer til liðsins frá Grindavík, þar sem hann skilaði 12 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Aris eru staddir í borginni Leeuwarden í Hollandi og enduðu í 14. sæti deildarinnar á síðasta tímabili.

Fréttir
- Auglýsing -