Í hádeginu í dag mun FIBA U18 Stjörnuleikurinn fara fram í Lille í Frakklandi í sömu höll og úrslitakeppni Eurobasket 2015 fer fram. Þar munu spila allar helstu vonarstjörnur evrópsk körfubolta á stóra sviðinu en litlu munaði að við ættum þar fulltrúa.
Kristinn Pálsson, sem lék með körfuboltaskólanum Stella Azura á Ítalíu á síðustu leiktíð, var valinn í annað stjörnuliðið. Kristinn, sem nýverið samdi við bandaríska háskólann Marist í New York fylki um að spila þar á námsstyrk, óskaði eftir að fá leyfi til að taka þátt, en hann er kominn til New York. Forráðamenn liðsins í skólanum vissu ekki hvort slík þátttaka yrði brot á reglum íþróttasambands háskólanna (NCAA) og óskuðu eftir áliti þaðan áður en leyfi yrði gefið.
Svar frá sambandinu hins vegar barst seint og síðar meir en þá hafði Kristinn þurft að láta frá sér sætið í liðinu því FIBA gátu ekki beðið lengur.
Ekki í fyrsta sinn sem háskólaboltinn í Bandaríkjunum hefur tækifæri af ungu leikmönnunum okkar en Kristófer Acox fékk ekki leyfi frá skóla núna í byrjun september til þess að taka þátt í leikjum íslenska landsliðsins í riðlakeppni Eurobasket 2015 í Berlín.
Liðin sem munu spila í dag eru hér að neðan.
Mynd: Marist College