Lokahóf KKÍ fyrir nýafstaðið 2023-24 tímabil fór fram í Laugardalshöllinni í dag. Veitt voru verðlaun fyrir efstu tvær deildir karla og kvenna í nokkrum flokkum. Þá voru sjálfboðaliðar Breiðabliks og Grindavíkur heiðraðir fyrir störf sín á tímabilinu og Sigmundur Már Herbertsson fékk verðlaun sem besti dómari ársins.
Besti leikmaður Subway deildar karla var valinn nýkrýndur Íslandsmeistari Vals Kristinn Pálsson. Karfan tók hann tali eftir að verðlaunaafhendingin hafði farið fram.
Mynd / KKÍ