Grindavík hefur hafið leik í að safna liði fyrir næstu leiktíð í Dominos deild karla. Í dag var tilkynnt að Kristinn Pálsson hafi endurnýjað samning sinn við liðið og verður áfram í gulu á næstu leiktíð. Gróa á leiti hafði orðað Kristinn frá Grindavík síðustu vikur en tilkynning dagsins slekkur algjörlega á þeim orðrómi.
Tilkynningu Grindavíkur má finna hér að neðan:
Kristinn Pálsson hefur endurnýjað samning sinn við Grindavík og mun leika með liðinu í Dominos deildinni á næstu leiktíð.
Kristinn lék sitt fyrsta tímabil með Grindavík í vetur og stóð sig mjög vel í vörn og sókn.„Ég er mjög glaður með að vera áfram hjá Grindavík á næsta tímabili,“ sagði Kristinn eftir að hafa undirritað nýjan samning. „Við erum með gott lið og eigum að geta barist um titla á næsta ári. Það er mjög spennandi tímar framundan hjá Grindavík og ég er mjög glaður með að taka þátt í því verkefni.“
Kristinn er 23 ára gamall og var í stóru hlutverki hjá Grindavík á tímabilinu. Honum er ætlað enn stærra hlutverk á komandi tímabili. KKD Grindavíkur er í skýjunum með að Kristinn verði áfram í gulu á næsta ári og hlökkum við til að sjá hann á parketinu í HS Orku Höllinni á næsta tímabili.