spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaKristinn með 30 stig er Aris Leeuwarden tryggðu sig áfram í oddaleik

Kristinn með 30 stig er Aris Leeuwarden tryggðu sig áfram í oddaleik

Kristinn Pálsson og Aris Leeuwarden tryggðu sig áfram í næstu umferð úrslitakeppni hollenska hluta BNXT deildarinnar með sigri í oddaleik gegn Landstede Hammers í dag, 82-101.

Á 27 mínútum spiluðum skilaði Kristinn 30 stigum, 6 fráköstum, 2 stoðsendingum og 3 stolnum boltum, en hann var framlagshæsti leikmaður vallarins með 38 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Í undanúrslitum keppninnar mun Aris mæta liði ZZ Leiden.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -