spot_img
HomeFréttirKristinn dæmdi tvo leiki í Frakklandi

Kristinn dæmdi tvo leiki í Frakklandi

8:44

{mosimage}

Kristinn Óskarsson var nú í vikunni í Frakklandi að dæma leiki á vegum FIBA. Á þriðjudag dæmdi hann leik BCM Gravelines og BC Siauliai frá Litháen. Þetta var leikur í D riðli FIBAEuroCup og sigruðu gestirnir frá Litháen 86-83.

Meðdómarar Kristins voru þeir Dale Aitcheson frá Englandi og Ronny Dennis frá Belgíu.  Í gær dæmdi svo Kristinn aftur með Englendingnum, nú í Euroleague kvenna og leik Valenciennes og Ros Casares Valencia frá Spáni. Aftur sigraði útiliðið og nú 76-96 eftir að gestirnir höfðu ná 19 stiga forystu í fyrsta leikhluta. 

[email protected]

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -