spot_img
HomeFréttirKristinn dæmdi í Frakklandi

Kristinn dæmdi í Frakklandi

22:19

{mosimage}

Kristinn Óskarsson dæmdi hörkuleik í Frakklandi í kvöld í 16 liða úrslitum FIBA EuroCup. Heimamenn í Dijon töpuðu fyrir spænska liðinu Akasvayu Girona 89-90 eftir æsispennandi lokamínútu leiksins þar sem liðin skiptust á vítaskotum.

Bandaríkjamaðurinn Anthony Lux var stigahæstur heimamanna með 20 stig en fyrir gestina skoraði Marvis Thornton mest eða 22 stig.Meðdómarar Kristins í kvöld voru þeir Per Sudek frá Slóvaíku og Markus Grievink frá Hollandi. 

Á morgun dæmir Kristinn leik Lattes Montpellier og Gospic frá Ungverjalandi í FIBA EuroCup kvenna en þetta er seinni leikur liðanna og sigruðu þær frönsku með 14 stigum í Ungverjalandi.

[email protected]

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -