Kristinn Pálsson og Aris Leeuwarden máttu þola tap fyrir Filou Oostende í gærkvöldi í BNXT Gold deildinni í Hollandi/Belgíu, 78-97.

Á 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Kristinn 11 stigum, frákasti, 3 stoðsendingum og stolnum bolta
Það hefur lítið gengir hjá Aris síðan að deildinni var getuskipt í tvennt nú í mars, en þeir eru sem stendur í tíunda og neðsta sæti deildarinnar enn án sigurs eftir fyrstu átta leikina.