spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaKristinn atkvæðamikill gegn Antwerp Giants

Kristinn atkvæðamikill gegn Antwerp Giants

Kristinn Pálsson og Aris Leeuwarden máttu þola tap í kvöld fyrir Antwerp Giants í BNXT Gold deildinni í Hollandi/Belgíu, 83-63.

Á 31 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Kristinn 15 stigum, 7 fráköstum og stoðsendingu.

Aris eru eftir leikinn í 9. sæti deildarinnar, enn án sigurs eftir fyrstu þrjár umferðir seinni hluta deildarinnar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -