Íslenska landsliðið hefur verið í Berlín í Þýskalandi síðustu daga þar sem það hefur æft fyrir síðustu tvo leiki undankeppni EuroBasket 2025.
Fyrri leikur liðsins er gegn Ungverjalandi úti á fimmtudag áður en þeir loka undankeppninni með viðureign gegn Tyrklandi heima í Laugardalshöll komandi sunnudag. Þessa stundina er liðið á ferðalagi frá Berlín til Szombathely þar sem leikurinn fer fram fimmtudag.
13 leikmanna hópur Íslands fyrir lokaleiki undankeppni EuroBasket
Karfan kom við á síðustu æfingu liðsins í Berlín og ræddi við Kristinn Pálsson leikmann Íslands um leikina tvo, ferðalagið og hvað þeir þurfi að gera til þess að ná í úrslit og tryggja sig á lokamótið.