Kristinn Albertsson var rétt í þessu kjörinn nýr formaður KKÍ á þingi sambandsins í Laugardal. Kristinn vann með 105 atkvæðum gegn 26 atkvæðum Kjartans Ásmundssonar.
Kristinn er afar reynslumikill innan hreyfingarinnar. Var leikmaður fyrst, svo dómari um árabil, sat í stjórnum sambandsins og þá var hann framkvæmdastjóri þess í tvö ár.
Síðustu tvo tæpa áratugi hefur hann starfað sem fjármálastjóri á meginlandinu, en er nú kominn aftur til Íslands og mun af þeim sökum hafa viljað láta til sín taka innan hreyfingarinnar.
Kristinn mun taka við embættinu af Guðbjörgu Norðfjörð, sem verið hefur formaður sambandsins síðustu ár, en hún gaf ekki kost á sér áfram. Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af ræðu nýkjörins fromanns.