spot_img

Kristijan til Hamars

Hamar hefur samið við Kristijan Vladovic um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla. Kristijan kemur til liðsins frá Hamri þar sem hann hefur verið síðustu tvö tímabil, en á því síðasta skilaði hann 15 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Tilkynning:

Hamar hefur komist að samkomulagi við Kristijan Vladovic um að leika með liðinu næstkomandi tímabil. Kristijan er Króatískur leikstjórnandi og hefur hann tvö síðustu tímabil leikið í 1.deildinni hjá Selfoss Körfu, en á síðasta tímabili var Kristijan með 15.2 stig, 4.8 fráköst og 5.2 stoðsendingar að meðaltali.

Fréttir
- Auglýsing -