spot_img
HomeFréttirKristaps Porzingis hoppar hærra en Blake Griffin

Kristaps Porzingis hoppar hærra en Blake Griffin

 

Ætla mætti að aðdáendur NBA liðsins New York Knicks væru með þeim spenntustu fyrir nýju tímabili. Miklar mannabreytingar hafa verið á liðinu í sumar, þar sem að þeir meðal annars fengu til sín tvær stjörnur í þeim Joakim Noah og Derrick Rose frá Chicago Bulls, sem og er nýliði þeirra frá því í fyrra Kristaps Porzingis að fara inn í sitt annað ár í deildinni, en kappinn lofar virkilega góðu fyrir þá (svo góðu reyndar að Kevin Durant líkti honum við einhyrning)

 

Vísindamenn ESPN fengu á dögunum Porzingis til sín til þess að prófa hann á rannsóknarstofu sinni í hinum ýmsu æfingum. Þar var hraði hans mældur í samanburði við aðra leikmenn deildarinnar og hversu hátt hann getur stokkið til þess að verja skot. Afraksturinn má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.

 

 

 

 

 

Flestir veðja á New York Knicks sem meistara

 

Kristaps Porzingis sýnir grenjandi aðdáanda í tvo heimana

Fréttir
- Auglýsing -