spot_img
HomeFréttirKR vélin svaraði fyrir síðasta leik

KR vélin svaraði fyrir síðasta leik

KR kvittaði svo um munar fyrir slakan leik gegn hinu Reykjanesbæjarliðinu þegar þeir völtuðu yfir slaka Keflvíkinga í kvöld og sigruðu með 26 stig amun, 106:80.  Keflvíkingar sáu aldrei til sólar í þessum leik og fjórði ósigur þeirra í deildinni staðreynd. Fyrir leik virtust flestir búast við hörku leik þó svo að mætingin í húsið hafi ekki verið á pari við stærð leiksins. Það hinsvegar gerðist aldrei og allt frá fyrstu mínútu stýrðu KR þessum leik frá A-Ö og sigruðu verðskuldað. 

 

Óvænt
Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR sagði engan vera ákrifandi á byrjunarliðssæti hjá KR en hann byrjaði inná með Snorra Hrafnkelsson í stað Cedric Bown þetta kvöldið, einfaldlega vegna þess að Snorri væri búin að vera að spila betur í síðustu leikjum.  Það var svo Þórir Þorbjarnarson sem byrjaði inná í stað Sigurðar Þorvaldssonar og stráksi nýtti tækifærið mjög vel. 

 

Slakir
Það er einhver óútskýrð deyfð yfir þessu Keflavíkurliði þessa dagana. Í kvöld náðu þeir aldrei neinum hæðum í sínum leik á báðum endum vallarins og að vissu leyti urðu þeir sér til skammar með þessari frammistöðu í kvöld. Þetta vita hinsvegar leikmenn Keflvíkur líkast til allra best og þrátt fyrir slakt gengi í síðustu leikjum skulum við ekki afskrifa þá því leikmannahópurinn vissulega sterkur. 

 

Punktar: Næst stærsti sigur KR í sögunni á heimavelli Keflavíkur eða 26 stiga munur. Stærsti sigur KR gegn Keflavík á útivelli er 36 stiga sigur og hann kom árið 1983 og fór 61-97 fyrir KR. Annað hæsta stigaskor KR á heimavelli Keflavíkur, skoruðu mest 117 í 107-117 sigri gegn Keflavík árið 1991. Fyrsta sinn sem KR rífur 100 stiga múrinn á heimavelli Keflavíkur frá árinu 2011 og 106 stig eru jöfnun á næsthæsta skori KR á heimavelli Keflavíkur. Skoruðu líka 106 stig á Keflavík í Keflavík árið 1996.

 

Hetjan
Það er erfitt að týna úr þessu KR liði ákveðna hetju vköldsins en tvo leikmenn viljum við nefna. Þá fyrst Þórir Þorbjarnarson sem var komin í byrjunarliðið og nýtti sitt tækifæri gríðarlega vel.  Og svo auðvitað vinnuþjarkinn Darra Hilmarsson sem var á fullu allan tímann og þá erum við að tala um allt fram á síðustu sekúndu leiksins.

 

Staðreyndin
Keflvíkingar hafa tapað núna fjórum leikjum í röð í deildinni og verma nú 10 sæti deildarinnar með 6 stig.  KR hinsvegar á kunnulegum slóðum, á toppi deildarinnar með Stjörnunni og Tindastól með 14 stig. 

 

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -