spot_img
HomeFréttirKR sýndi Stólunum hvernig meistararnir gera þetta

KR sýndi Stólunum hvernig meistararnir gera þetta

Topplið Tindastóls kíkti í heimsókn í DHL höllina þar sem á móti þeim tóku galvaskir KR-ingar. Afar mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Mikilvægt fyrir Tindastól að festa sig í sessi á toppi deildarinnar og lífsnauðsynlegt fyrir KR að hrista af sér haustslenið og tryggja sigur á heimavellinum upp á innbyrðis viðureignir í vor.

 

Þáttaskil

 

Tindastóll sá aldrei til sólar í þessum leik. KR náði strax 10 stiga forystu snemma í leiknum og þar við sat fram í annan leikhluta. Þá varð Brynjar Þór nokkur, leikmaður KR skíðlogandi af hita út um allan völl. Brynjar setti hvert þriggja stiga skotið af fætur öðru og mokaði liðinu upp í 20 stiga foyrstu eins og hendi væri veifað.

 

KR reyndi einnig hvað eftir annað að tapa leiknum aftur niður með töpuðum boltum og að hleypa Stólunum í gefins sóknarfráköst (en þeir voru með 16 slík í leiknum) – Tindastóll hafnað bara öllum slíkum tilboðum og nýtti engin af þeim færum sem buðust í kjölfarið.

 KR sigraði örugglega 97-69.

 

Hetjan

 

Brynjar Þór Björnsson ísaði þennan leik í fyrri hállfeik með því að skora yfir 30 stig á fyrstu 20 mínútum leiksins. Brynjar skaut 7/13 fyrir utan þriggja stiga línunnar og endaði með 34 stig í leiknum.

 

Tölfræðin lýgur ekki

 

Tindastóll skaut 26/80 utan af velli. 80 skot og rétt slefa í 70 stigin! Fengu 18 sóknarfráköst gefins en nýttu þau til einskis.  KR skaut hins vegar 15/30 eða 50% í þriggja stiga skotum. Himinn og haf þar á milli.

 

Framhaldið

 

Tindastóll fór illa með dauðafæri á að tryggja sig vel í sessi sem topplið deildarinnar og er nú jafnt ÍR í efstu tveimur sætunum. KR hins vegar er hægt og rólega að komast í toppform og sækja fast að toppsætinu.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn: Bára

Fréttir
- Auglýsing -