spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKR styrkir hópinn með tveimur erlendum leikmönnum

KR styrkir hópinn með tveimur erlendum leikmönnum

KR hefur samið við tvo erlenda leikmenn um að leika með meistaraflokki karla á komandi leiktíð, þá Ante Gospic frá Króatíu og Bandaríkjamanninn Ty Sabin.

Ante Gospic

Ante er 203 cm á hæð og spilar stöðu kraftframherja. Hann var samherji Matthíasar Orra Sigurðssonar hjá Flagler háskólanum tímabilið 2012-13. Á atvinnumannaferli sínum hefur hann meðal annars spilað með Cibona í heimalandi sínu, bæði í efstu deild sem og í ABA-deildinni. Ante hefur einnig spilað á Spáni, í Danmörku, Þýskalandi og Rúmeníu. Á síðasta tímabili spilaði hann með KK Gorica í efstu deild Króatíu, þar sem hann skoraði 8,1 stig og tók 2,8 fráköst í leik. Ante er kominn til landsins og byrjaður að æfa með liðinu.

Ty Sabin

Ty er 25 ára gamall Bandaríkjamaður, 188 cm á hæð og spilar stöðu bakvarðar. Hann útskrifaðist úr Ripon College í Wisconsin vorið 2017. Á fjórum tímabilum í skólanum skoraði hann 26,1 stig að meðaltali í leik, en skólinn spilaði í 3. deild NCAA háskólaboltans. Að námi loknu hefur Ty m.a. spilaði með Hörsholm í Danmörku, Leyma Basquet Coruna á Spáni og á síðasta tímabili með Wetterbygden Stars í Svíþjóð, þar sem hann skoraði 22,2 stig í leik og var stigahæsti leikmaður sænsku deildarinnar. Ty er væntanlegur til landsins á næstu dögum.

KR.is: Ante Gospic og Ty Sabin til liðs við KR

Fréttir
- Auglýsing -