KR vann öruggan sigur þar sem þær heimsóttu Fjölni í Dalhúsum í dag í 1. deild kvenna. Sigrún Anna Ragnarsdóttir opnaði leikinn á fyrstu mínútunni með að setja niður víti fyrir Fjölni en þetta var í eina skiptið í leiknum sem Fjölnir hafði yfirhöndina. Kristbjörg Pálsdóttir svaraði um hæl fyrir KR með þristi og á eftir fylgdu 6 stig frá KR úr hraðaupphlaupum. KR hélt áfram að auka forskotið og leiddi í hálfleik með 17 stigum, staðan 27-44.
KR byrjaði seinni hálfleik betur og hafði skorað sjö stig á móti tveimur stigum Fjölnis, þegar Fanney Ragnarsdóttir tók sig til og skoraði 5 stig í röð fyrir Fjölni. Fjölnisstúlkur náði þó ekki að fylgja þessu eftir og KR hafði öruggan 33 stiga sigur, 50 – 83. Kristbjörg Pálsdóttir skilaði 28 stigum fyrir KR í kvöld og Perla Jóhannsdóttir 17 stigum. Hjá Fjölni var Sigrún Anna Ragnarsdóttir stigahæst með 12 stig og Rósa Björk Pétursdóttir fylgdi fast á hæla hennar með 10 stig.
Tölfræði leiks: 50 – 83 (13-25, 14-19, 11-22, 12-17).
Stigaskor Fjölnis: Sigrún Anna Ragnarsdóttir 12 stig, Rósa Björk Pétursdóttir 10 stig, Fanney Ragnarsdóttir 7 stig, Erna María Sveinsdóttir 6 stig, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 5 stig, Elísa Birgisdóttir 4 stig, Margrét Eiríksdóttir 4 stig, Aníka Lind Hjálmarsdóttir 0 stig, Kristín María Matthíasdóttir 0 stig, Hanna María Ástvaldsdóttir 0 stig, Friðmey Rut Ingadóttir 0 stig.
Stigaskor KR: Kristbjörg Pálsdóttir 28 stig, Perla Jóhannsdóttir 17 stig, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 7 stig, Ásta Júlía Grímsdóttir 7 stig, Rannveig Ólafsdóttir 7 stig, Margrét Blöndal 5 stig, Ástrós Lena Ægisdóttir 4 stig, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 4 stig, Marín Matthildur Jónsdóttir 2 stig, Veronika Sesselju-Lárusdóttir 2 stig.
Myndasafn (Bára Dröfn)
?Mynd: Kristbjörg Pálsdóttir var atkvæðamest í liði KR í kvöld (Bára Dröfn)