KR slapp með tvö stig úr Borgarnesi

Jafn og skemmtilegur leikur í Borgarnesi í kvöld.


Leikurinn byrjar af krafti og lélegri 3ja stiga nýtingu hjá báðum liðum (2/7 hjá Skallagrím og 1/7 hjá KR) í fyrsta leikhluta. Björgvin Hafþór og Almar Orri leiða Skallagríms liðið til örlítið sterkari byrjunar og Skallagrímur leiðir eftir 1. leikhluta 22-18. Hjá gestunum var Dani Koljanin sá eini sem tókst að nýta sín færi og var með 11 stig og Darbo stýrði sóknarleiknum. KR komu einbeittari inní 2. leikhluta og unnu hann með 8 stigum og leiddu 40-44 í hálfleik. Þá mætti Ameríkaninn Troy Cracknell til leiks og skilaði 8 stigum í öðrum leikhluta.

Bæði lið ætluðu sér stóra hluti í þriðja leikhluta og færðist meiri hraði í leikinn – endaði leikhlutinn 24-24 þar sem Marinó Pálmason var með 2 þrista og samtals 9 stig en 7 leikmenn KR skoruðu í leikhlutanum. 

Fjórði leikhluti var jafn og spennandi þar sem Skallagrímur átti rosalega sterkan miðhluta leikhlutans og eru komnir í 81-77 þegar 2:30 eru eftir af leikhlutanum. Þegar rétt rúm mínúta er eftir og staðan 81-79 taka Skallagrímsmenn leikhlé og kemur Darius Banks útúr leikhléinu í gjafastuði og hálf réttir Koljanin boltan á sínum eigin sóknarhelming Dani með einfalda sendingu á Odd Kristjánsson sem fær auðvelt, galopið layup og jafnar leikinn. Í næstu sókn tekst dómurum leiksins að dæma að mati flestra í húsinu glórulausan ruðning á Darius Banks. KR fara í langa sókn, skora og Skallagrímur eru ekki lengi að tapa boltanum aftur og leikurinn runninn úr greipum Skallagríms.
Troy Cracknell klárar leikinn með tveim vítum og lokastaðan 81-85.

Skallagrímur komu verulega á óvart með sterkri frammistöðu gegn KR liði sem margir spá beint aftur uppúr 1. deildinni. Gaman var að sjá ungu drengina Eirík Frímann og Almar Orra sem skiluðu öflugum mínútum og hörku framlagi á báðum endum vallarins.

Sigur KRinga staðreynd og lofar undirritaður að þeir verða fleiri hjá þeim áður en deildinni er lokið.

Tölfræði leiks