spot_img
HomeFréttirKR skildi Val eftir í B hlutanum með sigri á Fjölni

KR skildi Val eftir í B hlutanum með sigri á Fjölni

18:04
{mosimage}

(Sigrún Ámundadóttir gerði 22 stig fyrir KR gegn Fjölni í dag)

Nú er ljóst eftir viðureign KR og Fjölnis í Iceland Express deild kvenna hvaða lið munu leika í A hluta deildarinnar og hvaða lið munu leika í B hluta deildarinnar þegar henni verður skipt upp eftir síðustu þrjá deildarleikina á miðvikudag. Fjölnir og KR mættust í Grafarvogi í dag í fyrsta leik síðustu umferðarinnar í deildinni og hafði KR öruggan 57-90 sigur á gestgjöfum sínum.

Valskonum dugir ekki sigur gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur á miðvikudag því þá geta þær aðeins jafnað KR að stigum en Vesturbæingar hafa betur í innbyrðisviðureignum gegn Val.

Sigrún Ámundadóttir var atkvæðamest í liði KR í dag með 22 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar en næst henni kom hin efnilega Heiðrún Kristmundsdóttir með 14 stig, 8 stoðsendingar og 4 fráköst. Hjá Fjölni var Birna Eiríksdóttir með 16 stig og 5 stoðsendingar.

Liðin sem skipa A hlutann:

Haukar
Keflavík
Hamar
KR

Liðin sem skipa B hlutann:

Valur
Grindavík
Snæfell
Fjölnir

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -