spot_img
HomeFréttirKR skaut Njarðvík á kaf í fjórða leikkhluta

KR skaut Njarðvík á kaf í fjórða leikkhluta

Þrátt fyrir að Njarðvíkingar hafi staðið vel í toppliði KR í gær máttu þeir játa sig sigraða eftir nokkuð skemmtilegan leik milli liðanna í Iceland Express deildinni í gær. 93:115 var lokastaða leiksins og mega KR-inga þakka góðri hittni í bland við slaka vörn heimamanna því að þeir fóru með 2 stig frá Ljónagryfjunni.

KR-ingar með þríhöfða “skrímslið” í formi Jón Arnórs, Jakobs og Jason, mættu vel stefndir til leiks og allt stefndi í aðra eins slátrun eins og raunin varð í fyrri umferð mótsins milli þessara liða. 4-19 var staðan eftir fimm mínútur og KR liðið virtust vera mættir á létta skotæfingu þar sem að kerfi þeirra voru að skila þeim auðveldar körfur hvað eftir annað. Heimamenn voru þó ekki á þeim buxunum að láta fara eins illa með sig og í hálfleik voru það aðeins tíu stig sem skildu liðinn og Njarðvíkingar búnir að skora nánast jafn mikið og allan síðasta leik gegn KR.

 

Heimaliðið lét KR-inga virkilega hafa fyrir hlutunum og náðu að minnka muninn niður í 4 stig í þriðja leikhluta, en þrátt fyrir þetta virtust gestirnir alltaf vera með ákveðið frumkvæði í leiknum. Í síðasta fjórðung fengu gestirnir að skjóta hvað eftir annað algerlega óáreyttir og þökkuðu þeir pent fyrir sig og náðu 16 stiga forskoti þegar um 6 mínútur voru til leiksloka.  Þar fór fremstur Jakob Sigurðarson sem kláraði leik með  30 stig þar af 8 þristar  úr 12 skotum. Þann mun náðu heimamenn ekki að brúa og því fór að KR sigraði nokkuð örugglega

Fréttir
- Auglýsing -