Annar leikhluti rúllaði nokkuð á þessum muni. Haukar héngu í heimamönnum og hleyptu þeim ekki langt frá sér. Haukar áttu í nokkru basli með að minnka muninn í minna en fjögur stig og alltaf náðu KR-ingar að rífa muninn upp í sjö til níu stig. Haukar enduðu þó leikhlutann ágætlega og minnkuðu muninn í fimm stig áður en haldið var til búningsklefa, 41-36.
Haukar fundu taktinn í þriðja leikhluta, minnkuðu muninn jafnt og þétt og komust loks yfir. Hlutirnir gengu vel upp fyrir þá og áttu leikmenn KR í basli með að komast að sinni körfu. Semaj Inge gaf áhorfendum eitthvað fyrir peningin þegar hann tróð viðstöðulaust eftir sendingu frá Sævari Haraldssyni og það yfir Skarphéðin Ingason. Áhorfendum Hauka leiddist það greinilega ekki því mikil fagnaðarlæti brutust út í stúku Hauka og var stemningin öll þeirra megin. Haukar leiddu með einu stigi þegar þriðja leikhluta lauk, 63-64.
Haukar héldu uppiteknum hætti í byrjun lokaleikhlutans en KR sýndi mátt sinn og meginn þegar þeir sölluðu fimm þriggja stiga körfum í jafn mörum sóknum þeirra og komust átta stigum yfir. Haukar mega eiga það að þeir lögðust ekki í gólfið og grenjuðu heldur héldu áfram og minnkuðu muninn niður í fjögur stig. Þegar aðseins ein mínúta var eftir munaði aðeins sex stigum á liðunum og leikurinn þannig lagað séð galopinn. Haukar hins vegar fóru illa með sóknir sínar og náðu til að mynda ekki nema einu skoti í fjórum sóknum og töpuðu á endanum með 10 stigum, 93-83, eftir að hafa sent KR á vítalínuna á lokasekúndunum.
Stigahæstur hjá KR var Pavel Ermolinskij með 20 stig, 18 fráköst og 9 stoðsendingar og honum næstur var Marcus Walker með 16 stig.
Hjá Haukum var Semaj Inge með 28 stig, 8 fráköst og 6 stolna og Gerald Robinson var með 23 stig og 12 fráköst.
Umfjöllun: [email protected]
Ljósmynd: [email protected] – Pavel átti sterkan leik fyrir KR í kvöld