Hér í kvöld mættust lið KR og Þórs frá Þorlákshöfn í 3.umferð Dominos deildar karla. Fyrir leik höfðu KR-ingar 2 stig á töflunni góðu en Þórsarar voru neðstir án stiga. KR sigraði Skallagrím í fyrsta lei ken töpuðu svo gegn Keflavík á meðan að Þórsarar töpuðu gegn Tindastól og svo Njarðvík.
Gangur leiks
Gestirnir úr Þorlákshöfn mættu með læti í DHL höllina og náðu 2-10 forystu sem neyddi Inga Þór til þess að taka leikhlé, eftir leikhléið tóku KR-ingar við sér og náðu aftur jafnvægi á leikinn. Eftir þetta tóku KR-ingar góða syrpu en munurinn á liðunum varð aldrei mikill og var staðan að lok fyrsta leikhluta 27-24 heimamönnum í vil.
Það var sama uppá teningnum í öðrum leikhluta en liðin voru svolitið að skiptast á að skora og skiptust á áhlaupum líka. Munurinn varð aldrei neitt almennilega mikill og var þetta því hörkuleikur. Kinu og Ragnar Örn voru í miklu stuði fyrir Þórsliðið en KR megin voru það Jón Arnór, Björn Kristjáns og Julian Boyd sem voru að stýra spilinu og stemmingunni. Staðan í hálfleik 48-45 heimamönnum í vil.
Spennan var alveg jafn mikil í 3.leikhluta, liðin skiptust einfaldlega á því að skorast og héldust í hendur. Skiptust á forystu og voru hníjöfn allan leikinn. Bæði lið lentu í smá villuveseni en Kinu Rochford hjá Þór fékk sína 4.villu í leikhlutanum og sömuleiðis fékk Julian Boyd hjá KR sína 4.villu. Julian hins vegar eini hjá KR sem var í villuveseni meðan Þórsarar höfðu Kinu, Dabba og Nikolas á þremur og fjórum villum. KR leiddi eftir 3.leikhluta 71-69
Það var ekki við neinu öðru að búast í 4.leikhluta en að þetta yrði alveg eins, að liðin myndu skiptast á körfum og svo var raunin. Þórsarar byrjuðu þennan leikhluta mjög vel og náðu að búa sér til smá forystu. KR-ingar fóru að taka léleg skot og voru að tapa boltanum af óþörfu hérna í leikhlutanum og gengu Þórsarar á lagið og tók Nicolas Tomsick leikinn í sínar hendur og setti niður flottar körfur og tók mikilvæg fráköst! KR-ingar voru hins vegar ekki búnir að gefast upp en Dino og Siggi Þorvalds settu niður tvær RISAstórar körfur og komu heimamönnum 1 stigi yfir þegar 46 sekúndur voru eftir. Þórsarar töpuðu boltanum og Bjössi Kristjáns skoraði 2 stiga körfu. 9 sekúndur eftir og Baldur Þór þurfti að teikna upp helvíti got 3ja stiga leikkerfi til að fara með þetta í framlengingu. Þórsarar náðu að skora einfalt layup en voru ennþá einu undir og þurftu að brjóta og senda KR á línuna en náðu ekki að klukka þá þegar KR kom boltanum í leik. Lokatölur KR 86-85 Þór Þ.
Lykillinn
Lykillinn var í raun og veru þessir tveir RISA þristar frá Dino og Sigga Þorvalds í lokin. Bæði lið voru jöfn og munaði litlu sem engu á liðunum í þessum leik og datt þetta KR megin í kvöld.
Kjarninn
KR-kjarninn skilaði vel í kvöld og voru KR-ingar að fá mikið af stigum úr mörgum áttum.
Samantektin
KR sigraði þennan leik hér í kvöld í þvílikum háspennu leik hér í kvöld. Spennandi leikur frá fyrstu mínútu og gríðarlega skemmtilegt að fylgjast með honum.
Umfjöllun / Axel Örn Sæmundsson