spot_img
HomeFréttirKR sigrar í Keflavík

KR sigrar í Keflavík

Fannar skilaði sínu gegn sínum gömlu félögumKRingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu nýkrýnda Powerade meistara Keflavík nú fyrir stundu með 91 stigi gegn 80. Gestirnir komu virkilega grimmir til leiks og spiluðu nokkuð skemmtilegan boltta. Það voru hinsvegar heimamenn sem skoruðu fyrstu 10 stig leiksins og höfðu frumkvæðið fyrstu mínúturnar. Gestirnir komust vöknuðu svo loksins og náðu yfirhöndinni í stöðunni 14-15.

Tölfræði leiksins

Mynd: KR vefurinn

Fyrsti fjórðungur var í járnum og endaði hann með sigri gestanna 24-26. KRingar hófu annan leikhluta mjög vel og komust í 26-39 á tímabili. En Keflvíkingar voru ekki alls kostar af baki dottnir og náðu að laga stöðuna lítillega fyrir leikhlé og var staðan 34-44 í hálfleik og líklega langt síðan Keflvíkingar hafa skorað svo lítið í einum hálfleik á sínum heimavelli. Í seinni hálfleik voru gestirnir mjög grimmir og fyrir síðasta leikhlutan voru þeir komnir í 18 stiga forskot.

 

Það forskot var eitthvað sem heimamenn einfaldlega réðu ekki við og lauk leiknum með sigri KR eins og fyrr segir 80-91. Tyson Patterson var stigahæstur hjá gestunum með 21 stig ásamt því að skila til félaga sinna 10 stoðsendingum og taka 7 fráköst, fínn leikur hjá kappanum. Pálmi F Sigurgeirsson átti einnig gott kvöld en hann skoraði 19 stig og nýtti færi sín mjög vel (3-4 þriggja, 4-4 tveggja) Hjá Keflavík var Magnús Þ Gunnarsson atkvæðamestur með 23 stig.J. Williams erlendi leikmaður Keflavíkur átti stórleik í kvöld  með  22 stig ásamt því að þrífa niður 13 fráköst og verja 6 skot en það dugði ekki til í þetta skiptið. Það eru því meistarar UMFN, UMFG og KR sem verma toppsætið með tvo sigra eftir tvær umferðir.

 

Á morgun er svo síðasti leikurinn í umferðinni þegar að Tindastóll tekur á móti Þór Þorlákshöfn

Fréttir
- Auglýsing -