spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKR sigrar í háspennu lífshættu leik

KR sigrar í háspennu lífshættu leik

Keflvíkingar tóku á móti KR í Blue höllinni í kvöld í fyrsta leik í 8 liða úrslitum Dominosdeildar karla. Keflavík vann fyrri leik liðanna í deildinni á heimavelli með 6 stigum en KRingar unnu seinni leikinn á sínum heimavelli með 4 stigum.

Keflvíkingar settu fyrstu stig leiksins en KRingar komu grimmir inn í leikinn, eltu Keflavík fyrstu mínúturnar en tóku svo leikinn í sínar hendur og tóku forystuna. KRingar bættu jafnt og þétt í og gjörsamlega eignuðu sér leikhlutann. Staðan eftir fyrsta leikhluta 12 – 29.

Keflvíkingar mættu grimmir í annan leikhluta og byrjuðu að naga niður forskot KRinga. KRingar gáfu þó ekkert eftir og Keflvíkingar þurftu að hafa mikið fyrir hverju stigi sem þeir unnu upp. Julian Boyd var hreint út sagt frábær í fyrri hálfleik, 23 stig og 8 fráköst. Staðan í hálfleik 39 – 46.

Keflvíkingar mættu aftur brjálaðir eins og í öðrum leikhluta og minnkuðu muninn niður í 2 stig á fyrstu 3 mínútunum. KRingar voru ekkert á því að gefa Keflvíkingum eftir forystuna og bættu í og náðu aftur smá forystu. Hörku leikur í Keflavík. Staðan fyrir fjórða leikhluta 56 – 63.

Keflvíkingar byrjuðu aftur betur, sóttu hart að Kringum og komust tveim stigum frá þeim og í dauða færi á að jafna. KRingar lokuðu vel í sókninni og náðu að halda Keflvíkingum frá sér framan af leikhlutanum. Keflvíkingar náðu svo að jafna og komast yfir þegar tæpar 4 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta. Síðustu mínúturnar voru tauga trekkjandi. Keflavík var stigi undir og með boltan þegar tæpar 19 sekúndur voru eftir. Michael Craion kastaði frá sér boltanum og KR sigraði því fyrsta leik liðanna 76 – 77.

Byrjunarlið:

Keflavík: Gunnar Ólafsson, Mindaugas Kacinas, Reggie Dupree, Hörður Axel Vilhjálmsson og Michael Craion

KR: Michele Christopher Di Nunno, Kristofer Acox, Emiil Barja, Pavel Ermolinskij og Julian Boyd

Tölfræðin lýgur ekki:

Sóknafráköst KRinga skiluðu þeim 20 stigum í kvöld á meðan Keflvíkingar náðu aðeins í 8 stig eftir sóknarfráköst. KRingar fengu einnig miklu meira frá bekknum.

Hetjan:

Mindaugas Kacinas, Michael Craion og Hörður Axel Vilhjálmsson áttu allir fínan leik.

Finnur Atli átti frábæra innkomu fyrir KRinga.. Kristófer Acox átti góðan leik en maður leiksins sem var sérstaklega frábær í fyrri hálfleik var Julian Boyd með 33 stig og 11 fráköst.

Kjarninn:

KRingar gerðu akkúrat nóg til að vinna í kvöld. Þeir geta þakkað frábærri frammistöðu í fyrsta leikhluta sigurinn. Keflvíkingar eltu allan leikinn og náðu ekki að klára á ögurstundu þar sem þeir höfðu rúmar 18 sekúndur til að vinna leikinn.

Tölfræði

Myndasafn

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -