KR lagði Þór Akureyri af velli í kaflaskiptum leik í DHL-höllinni í dag í 1. deild kvenna. KR situr nú í 2. sæti deildarinnar með 12 stig eftir 8 leiki og Þórsarar eru í 4. sæti með 6 stig eftir 7 leiki. Gestirnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu mest 11 stiga forystu undir lok annars leikhluta. Heimakonur skoruðu síðustu 7 stig fyrri hálfleiks og minnkuðu muninn í 4 stig áður en liðin gengu til klefa. Staðan í hálfleik 22-26 fyrir Þór Akureyri.
KR hélt áfram að saxa á forskot Þórsara í síðari hálfleik og komust heimakonur yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar rúmlega þrjár mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta. Gestirnir settu niður næstu fjögur stig og staðan orðin 31-34 þegar leikhlutinn var hálfnaður. Þá tók við kafli þar sem ekkert gekk í sókninni hjá Þór. KR gekk á lagið og leiddi eftir þriðja leikhluta með 4 stigum, 38-34. Hrakfarir gestanna í sókninni héldu áfram í fjórða leikhluta og héldu heimakonur þeim í 7 stigum í leikhlutanum. KR sigraði að lokum með 17 stigum, 58-41.
Hjá KR skoraði Kristbjörg Pálsdóttir 25 stig, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir setti 13 stig, tók 16 fráköst og gaf 4 stoðsendingar og Perla Jóhannsdóttir setti 12 stig og tók 8 fráköst. Rut Herner Konráðsdóttir var stigahæst hjá Þór með 8 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar og Erna Rún Magnúsdóttir, Bríet Lilja Sigurðardóttir, Fanney Lind G. Thomas og Heiða Hlín Björnsdóttir bættu allar við 7 stigum.
KR 58 – 41 Þór Akureyri (7-12, 15-14, 16-8, 20-7)
Stigaskor KR: Kristbjörg Pálsdóttir 25 stig, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13 stig/16 fráköst/4 stoðsendingar, Perla Jóhannsdóttir 12 stig/8 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 6 stig, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 2 stig/8 fráköst/ 4 stoðsendingar, Ásta Júlía Grímsdóttir 0 stig/10 fráköst, Rannveig Ólafsdóttir 0 stig/4 stoðsendingar, Margrét Blöndal 0 stig, Kristjana Pálsdóttir 0 stig, Veronika Sesselju-Lárusdóttir 0 stig.
Stigaskor Þór Ak.: Rut Herner Konráðsdóttir 8 stig/12 fráköst/5 stoðsendingar, Heiða Hlín Björnsdóttir 7 stig/8 fráköst, Erna Rún Magnúsdóttir 7 stig/10 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 7 stig/5 fráköst, Fanney Lind G. Thomas 7 stig/12 fráköst, Thelma Hrund Tryggvadóttir 3 stig, Sædís Gunnarsdóttir 2 stig, Gréta Rún Árnadóttir 0 stig, Kristín Halla Eiríksdóttir 0 stig, Giulia Bertolazzi 0 stig.