spot_img
HomeFréttirKR setti fjögur stig á milli sín og Blika

KR setti fjögur stig á milli sín og Blika

KR vann í gær mikilvægan 68-60 sigur á Breiðablik í 1. deild kvenna. Með sigrinum færði KR sig upp í 2. sæti deildarinnar og setti fjögur stig á milli sín og Blika og KR með tvo leiki til góða. KR var við stýrið í leiknum frá upphafi til enda en Blikar gerðu nokkrar heiðarlegar tilraunir til að komast nærri en KR hélt sjó. 

Perla Jóhannsdóttir var stigahæst í liði KR með 18 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar og þá bætti Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir við 17 stigum, 9 fráköstum og 5 stoðsendingum. Hjá Breiðablik var Elín Sóley Hrafnkelsdóttir með 17 stig, 12 fráköst og 2 stoðsendingar.

Tölfræði leiksins
Myndasafn

Viðtal við Darra Atlason þjálfara KR eftir leik

Viðtal við Árna Eggert Harðarson þjálfara Blika

Það komu kaflar í leiknum þar sem við spiluðum alltof passívt, bæði í vörn og sókn.  Þetta var sérstaklega slæmt í lok fyrsta leikhluta þar sem við misstum þær framúr okkur. Okkur gekk illa að finna taktinn en þegar hann fannst þá spiluðum við ásættanlega. Áttum síðan smá áhlaup í fjórða leikhluta en þær settu stóru skotin þannig að við náðum aldrei tökum á leiknum.

Þegar við erum að spila vel þá er liðið að spila ákveðið og aggressívt báðum megin á vellinum. Við höfum átt góða svoleiðis kafla í leikjum í vetur og þeim farið fjölgandi en samt aldrei náð að setja saman heilan leik.
Við eigum mikið inni og verkefnið framundan er að sækja það.

Við erum með mikið af ungum leikmönnum og eru sumar í fyrsta skipti að axla hlutverk, aðrar að axla ný, öðruvísi og jafnvel stærri hlutverk. Við erum samt heppin að hafa góða leiðtoga í eldri leikmönnunum líka sem eru að hjálpa þeim yngri áleiðis.

Sem stendur erum við eitt af álegginu í þessari samlokudeild en stefnan er að komast í tveggja liða úrslitakeppnina og standa sig þar.

Fréttir
- Auglýsing -