Pavel Ermolinskij, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur náð samkomulagi við KR um að leika áfram með félaginu. Pavel gekk til liðs við félagið á miðju síðasta tímabili en var laus allra mála í sumar. Pavel gerir eins árs samning við KR og er mjög sáttur við að vera áfram í Vesturbænum. www.mbl.is greinir frá.
„Nokkur félög sýndu mér áhuga, bæði frá Spáni og Norðurlöndunum en ég velti því lítið fyrir mér. Ég hafði meiri áhuga á því að ganga frá samningi við KR og einbeita mér að því verkefni heldur en að bíða eftir einhverju draumatilboði að utan,“ sagði Pavel þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gærkvöldi.
Ljósmynd/ [email protected] – Pavel í leik með KR gegn Snæfell á síðasta tímabili.