spot_img
HomeFréttirKR og Njarðvík unnu

KR og Njarðvík unnu

21:08

Leikjum kvöldsins í Iceland Express deild karla er nú nýlokið. Í Seljaskóla var bræðraslagur á milli þeirra Jóns Arnars og Péturs Ingvarssona og fór sá yngri, Jón Arnar með sigur 99-76 og fór ÍR upp fyrir Hamar/Selfoss við sigurinn.

Í Njarðvík áttust við liðin sem léku til úrslita síðasta tímabil, Njarðvík og Skallagrímur og sigruðu heimamenn 95-91. 

Í DHL höllinni sigraði KR – Keflavík 93-82 og er þetta fjórði tapleikur Keflavíkur í röð sem ekki er algengt á þeim bænum. 

Í Grafarvoginum sigruðu Snæfellingar sinn fyrrum lærimeistara Bárð Eyþórsson þjálfar Fjölnis 87-84. 

KR og Njarðvík eru því enn á toppnum, bæði með 22 stig. 

Nánari umfjöllun um leikina kemur seinna í kvöld.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -