KR lagði ÍR í Skógarseli í kvöld í fyrstu deild karla, 76-82. Eftir leikinn er KR í efsta sæti fyrstu deildarinnar með 34 stig, en ÍR er í 2. sætinu með 32 stig.
Fyrir leik
ÍR hafði unnið fyrri leik þessara liða í deildinni á Meistaravöllum fyrir áramót, 71-79. Liðin voru þó bæði búin að tapa jafn mörgun leikjum, tveimur, þegar að kom leik kvöldsins og var því vitað að liðið sem myndi vinna færi í toppsætið.
Gangur leiks
Það voru gestirnir ú Vesturbænum sem byrjuðu leik kvöldsins betur. Náðu í tvígang aðkomast á undan í fyrsta leikhlutanum, en ólseigir heimamenn náðu að jafna leika í bæði skiptin og var staðan jöfn að fjórðungnum loknum, 19-19. KR opnar annan leikhlutann svo á 0-9 áhlaupi og virðast vera með góð tök á leiknum, 19-28. Undir lok fyrri hálfleiksins láta þeir svo kné fylgja kviði og eru 21 stigi yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 34-55.
Stigahæstur fyrir ÍR í fyrri hálfleik var Hákon Örn Hjálmarsson með 11 stig á meðan að fyrir KR var Dani Koljanin stigahæstur með 12 stig.
KR heldur forystu sinni í kringum 20 stigin í upphafi seinni hálfleiksins. Heimamenn ná þó nokkuð góðu áhlaupi undir lok þess þriðja, ná að vekja stúkuna vel og er munurinn aðeins 13 stig fyrir lokaleikhlutann, 55-68. Enn gengur ÍR svo á lagið í upphafi þess fjórða og eru þeir aðeins 7 stigum frá þegar um 7 mínútur eru til leiksloka, 61-68. KR gerir nokkuð vel að halda í forskot sitt á lokamínútunum og vinna leikinn, en aðeins með 6 stigum og því ekki innbyrðisviðureignina, 76-82.
Kjarninn
Sigurinn í kvöld var gríðarlega stór fyrir KR. Bæði lið eiga fjóra leiki eftir í deildinni og eru þeir allir gegn liðum sem eru öllu neðar í töflunni. Vegna þess að KR náði ekki að vinna leikinn með meira en 8 stigum eiga þeir ekki innbyrðisviðureignina og þarf ÍR því aðeins að vinna einum leik fleiri til þess að komast uppfyrir þá og tryggja sér þetta eftirsótta, beint upp í Subway, efsta sæti fyrstu deildarinnar.
Atkvæðamestir
Bestur í liði KR í kvöld var Dani Koljanin með 19 stig og 12 fráköst. Fyrir ÍR var Lamar Morgan atkvæðamestur með 17 stig og 11 fráköst.
Myndasafn (væntanlegt)