09:59
{mosimage}
KR-ingar töpuðu fyrir Grindavík 92-96 eftir að hafa verið 44-48 undir í hálfleik. JJ Sola var stigahæstur með 20 stig en Páll Axel gerði 27 stig fyrir Grindavík. KR-ingar enda í öðru sæti deildarinnar og mæta ÍR-ingum en Grindavík endaði í 5. sæti deildarinnar og mæta Skallagrím í úrslitakeppninni.
KR-ingar komust 4-0 og eftir það var mjög naumt á með liðunum. 13-11 og 18-17 voru tölurnar og KR-ingar skrefinu á undan. KR-ingar leiddu 26-24 eftir snarpan fyrsta leikhluta. Grindvíkingar komust yfir í fyrsta skipti 26-27 með þrist frá Þorleifi og skiptust liðin á að hafa forystu. Grindvíkingar komust mest sex stigum yfir 31-37 þegar að Páll Axel setti niður eina af fimm þriggja stiga körfum í leiknum.
Grindvíkingar leiddu í hálfleik 44-48 eftir að KR-ingar höfðu komist yfir 44-43. Steinar Kaldal sem lék vel í fyrri hálfleik fékk högg á hnéið og var mjög bólginn á hnénu. Vonast er til að það muni ekki hafa áhrif á þátttöku hans með KR í úrslitakeppninni.
Í þriðja leikhluta skoruðu Grindvíkingar sex fyrstu stigin og komust tíu stigum yfir 44-54. KR-ingar voru að elta allan leikhlutann og Grindvíkingar náðu mest ellefu stig forskoti 56-67 en KR-ingar sýndu mikinn styrk og náðu muninum niður í 71-76 í lok þriðja leikhluta, þar sem Skarphéðinn skoraði stóra þriggja stiga í lok leikhlutans fyrir KR.
Í fjórða leikhluta kom Brynjar Þór Björnsson KR-ingum yfir með fjórðu þriggja stiga körfunni sinni 79-78. JJ Sola sem hafði setið útaf vegna villuvandræða kom inná og byrjaði strax að skora. Mjög mikil spenna var í DHL-Höllinni og skiptust liðin níu sinnum um forystu í leikhlutanum og nítján sinnum alls í leiknum. Sola jafnaði leikinn 85-85 með góðu sniðskoti og Darboe kom Grindavík strax aftur yfir 85-87. Fannar jafnaði metinn 87-87 eftir mikla baráttu og Sola kom KR yfir 88-87 með víti. Griffin skoraði þá úr tveimur vítaskotum og Grindavík komnir yfir 88-89. Fannar Ólafsson fékk sína fimmtu villu þegar að 2:44 voru eftir af leiknum og var það sennilegasta minnsta snertingin í leiknum.
Mikil spenna var og komust Grindvíkingar þremur stigum yfir 88-91 með stökkskoti frá Griffin þegar að um 1:52 voru eftir af leiknum. Tyson Patterson prjónaði sig í gegn og skoraði 90-91 og Sola setti bæði vítaskot sín niður og staðan 92-91 þegar að 1:27 voru eftir. Þegar að tæp mínúta var eftir tapaði Tyson boltanum og Grindvíkingar náðu sóknarfrákasti eftir misheppnað skot Daboe. Griffin klikkaði á stuttu skoti og Grindvíkingar fengu innkast undir körfu KR-inga. Páll Axel setti þá risavaxinn þrist fyrir framan varamannna bekk KR og kom sínum mönnum í 92-94 þegar að 36 sekúndur voru eftir.
Darri Hilmarsson keyrði að körfunni og var óheppin að skora ekki, en hann fékk villu og tvö skot. Hann misnotaði bæði skotin þegar að 13 sekúndur voru eftir af leiknum. Sola braut strax á Páli Axel og fékk sína fimmtu villu, hann var þriðji KR-ingurinn sem fékk fimm villur í leiknum. Páll skoraði úr síðara skotinu og staðan 92-95. Tyson Patterson var með boltann og um 10 sekúndur eftir af leiknum þegar að hann þvingar upp þriggjastigaskoti og Þorleifur Ólafsson varði skot hans glæsilega og Edo braut á Griffin sem setti niður annað af tveimur skotum. Lokatölur 92-96.
Frétt af www.kr.is/karfa
Myndir: Stefán Helgi Valsson fyrir www.kr.is/karfa
{mosimage}