KR kjöldró Selfoss á Meistaravöllum

KR lagði Selfoss í kvöld í þriðju umferð fyrstu deildar karla, 109-68. KR eru eftir leikinn í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga líkt og ÍR og Fjölnir á meðan að Selfoss er um miðja deild með einn sigur og tvö töp.

Gangur leiks

Heimamenn í KR byrjuðu leik kvöldsins mun betur. Náðu að koma forystu sinni í tveggja stafa tölu á upphafsmínútunum, en Selfoss gerir vel að missa þá ekki of langt frá sér og er munurinn 7 stig fyrir annan, 26-19. Undir lok fyrri hálfleiksins lætur KR kné fylgja kviði og eru þeir komnir 15 stigum á undan þegar liðin halda til búningsherbergja, 49-34.

Stigahæstur heimamanna í fyrri hálfleiknum var Troy Cracknell með 12 stig á meðan að fyrir Selfoss var Micheal Asante kominn með 11 stig. KR gerði svo meira og minna útum leikinn í upphafi seinni hálfleiksins. Keyra forystu sína upp í 33 stig fyrir lokaleikhlutann, 82-49. Eftirleikur var að er virtist auðveldur fyrir heimamenn, sem sigra að lokum með 41 stigi, 109-68.

Atkvæðamestir

Bestur í liði KR í kvöld var Troy Cracknell með 16 stig og 6 fráköst. Honum næstur var Illugi Steingrímsson með 14 stig og 9 fráköst.

Fyrir Selfoss var það Micheal Asante sem dró vagninn með 28 stig, 13 fráköst og Birkir Hrafn Eyþórsson bætti við 11 stigum og 11 fráköstum.

Kjarninn

Selfoss mætti einfaldlega liði sem var komið lengra en þeir í kvöld. Vantaði töluvert upp á gæðin hjá þeim og ekki síst eftir að annar atvinnumanna þeirra Vojtech Novák fór meiddur útaf eftir aðeins tæplega 7 mínútna leik. Hinsvegar vel gert hjá KR að klára þennan svona örugglega. Tók þá þónokkuð mikið lengri tíma að ná í fyrstu þrjá sigrana á síðasta tímabili heldur en þrjár umferðir. Vissulega voru þeir deild ofar þá og samkeppnin öllu meiri, en það breytir ekki staðreyndinni. Hrósið fá stuðningsmenn liðsins sem létu sig ekki vanta, fjölmenntu svo á pallana að líklega var nánast uppselt á leikinn.

Hvað svo?

Bæði lið eiga leik næst komandi föstudag 27. október, en þá heimsækir KR lið Hrunamanna á Flúðir og Selfoss mætir Þór á Akureyri.

Tölfræði leiks