KR fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í körfuknattleik kvenna eftir frækinn sigur á Hamar í DHL höllinni í kvöld, 84-79. Leikurinn var ekki bara sigur fyrir KR heldur fyrir kvennakörfuboltan á íslandi eins og hann leggur sig. Stemmingin var mögnuð, körfuboltinn magnaður og leikurinn stórskemmtilegur fyrir alla sem til sáu. Hamar hafði yfir í hálfleik en KR tók völdin strax í upphafi seinni hálfleiks. KR gaf það forskot ekki frá sér þó Hamar gerði góða atlögu forskoti heimastúlkna. Leikurinn var æsispennandi á lokamínútunum og segja má að KR hafi tryggt sér sigurinn á vítalínunni.
Stigahæst í liði Íslandsmeistara KR var Unnur Tara Jónsdóttir, sem átti hreint út sagt ótrúlegan seinni hálfleik þar sem hún skoraði 20 af 27 stigum sínum en hún hirti einnig 7 fráköst. Næstar voru Hildur Sigurðardóttir með 16 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar, og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir með 13 stig og 11 fráköst. Hjá Hamri voru Kristrún Sigurjónsdóttir og Koren Schram stigahæstar með 24 stig hvor en næst var Julia Demrier með 18 stig og 11 fráköst.
Eftir fyrstu tvö stig gestana var Hildur Sigurðardóttir ekki lengi að rétta hlut KR með tveimur þriggja stiga körfum og þegar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum stóðu leikar 6-2. KR hafði fjögurra stiga forskot þegar leikhlutinn var hálfnaður 12-8 og þannig stóðu tölur næstu tvær mínúturnar eða þangað til Signý Hermannsdóttir setti niður þriggja stiga körfu og kom KR í 7 stiga forskot,15-8. Hamar gekk illa að koma boltanum í körfuna og virtist áköf vörn KR slá þær útaf laginu. Koren Schram lagaði þó stöðuna fyrir Hamar undir lok fyrsta leikhluta og því munaði aðeins 4 stigum á liðunum þegar flautað var til loka fyrsta leikhluta, 15-11.
Hamar minnkaði muninn smá saman í upphafi annars leikhluta og þegar rétt tæplega þrjár mínútur voru eftir jafnaði Julia Demirer leikinn fyrir Hamar af vítalínunni, 18-18. Bæði lið voru að spila fínan varnarleik og var því lítið um fína drætti í sóknarleiknum. Þegar annar leikhluti var tæplega hálfnaður tók Benedikt Guðmundsson leikhlé fyrir KR, 20-18. Bæði liðin duttu hins vegar all hressilega í gang á næstu mínútnni og þegar fjórar mínútur voru eftir af leikhlutanum hafði Hamar minnkað muninn niður í eitt stig, 27-26. Kristrún Sigurjónsdóttir var að taka af skarið fyrir Hamar og uppskar samkvæmt því. Dómararnir virtust hafa sett línuna í leiknum þannig að leikmennirnir fengu að taka annsi hart á andstæðingunum. Áhorfendur og stuðningsmenn beggja liða létu vel í sér heyra og á stuttum kafla hefði verið hægt að dæma fimm villur víðsvegar á vellinum en aðeins ein þeirra var dæmd. Leikurinn var því mjög hraður og stemmingin samkvæmt því. Hamar virtist líka vel við þennan hraða leik og þegar ein og hálf mínúta var eftir af fyrri hálfleik höfðu þær náð þriggja stiga forskoti, 31-34. Hamar hélt forskotinu út annan leikhluta og leiddu með 4 stigum í hálfleik, 33-37.
Stigahæst í liði Hamars í hálfleik var Kristrún Sigurjónsdóttir með 15 stig en næstar voru Koren Schram með 9 stig og Íris Ásgeirsdóttir með 6 stig. Hjá KR var Hildur Sigurðardóttir atkvæðamest með 10 stig en næstar voru Signý Hermannsdóttir og Unnur Tara Jónsdóttir með 7 stig hvor.
KR var ekki lengi að ná forskotinu aftur í byrjun seinni hálfleiks og strax eftir eina mínúta af leik höfðu þær yfir, 38-37. Margrét Kara Sturludóttir mætti ísköld inní seinni hálfleik, setti þriggja stiga körfu og stal boltanum á stuttum tíma en hún sat stóran hluta fyrri hálafleiks á bekknum vegna villuvandræða, en hún hafði náð sér í þrjár villur strax í upphafi annars leikhluta. Það fór ekki á milli mála að Benedikt Guðmundsson hafði lesið vel yfir sínum stelpum í hálfleik því þær mættu vel stemmdnar í varnarleikinn og stálu boltanum ítrekað eftir að hafa læst Hamarstúlkur út í horni. Þegar fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum höfðu þær náð 6 stiga forskoti, 45-39. Ágúst Björgvinsson tók svo leikhlé stuttu seinna þegar Unnur Tara brunaði í hraðaupphlaup eftir enn einn stolna boltan og munaði því 8 stigum á liðunum, 47-39. Hamar hafði þá aðeins skorað 2 stig gegn fyrstu 15 stigum KR í seinni hálfleik. Það var engin miskun í KR liðinu sem hafði náð muninum upp í 13 stig, 52-39 með öðrum þristinum frá Margréti Köru sem fékk þó sína fjórðu villu stuttu seinna og var sett á ís, vægast sagt óánægð. Þó það færi hreinlega allt ofaní hjá KR í leikhlutanum þá voru Hamarsstúlkur ekki á því að gefast upp og hleyptu KR ekki lengra en 10 stigum frá sér. Þegar tvær og hálf mínúta var eftir af þriðja leikhluta munaði 7 stigum á liðunum, 61-54. Benedikt Guðmundsson tók svo leikhlé stuttu seinna. KR átti seinasta sénsinn í þriðja leikhluta sem Hildur Sigurðardóttir fékk en henni tókst ekki að nýta hann og því munaði 6 stigum, 64-58, þegar flautað var til loka þriðja leikhluta.
Hitastigið í DHL höllinni hækkaði um nokkrar gráður strax fyrstu sekúndurnar í fjórða leikhluta og létu stuðningsmenn vel í sér heyra. Stemmingin var eins og hún átti að vera, mögnuð. KR náði aftur að auka við forskotið í upphafi fjórða leikhluta og eftir rúmlega tvær mínútur var það komið aftur upp í 10 stig, 72-62. Benedikt Guðmundsson tók leikhlé þegar fjórar mínútur voru liðnar af lokaleikhlutanum, 72-65. Hamar var að brjóta mikið í byrjun fjórða leikhluta og þegar leikhlutinn var hálfnaður fór Íris Ásgeirsdóttir útaf með sína fimmtu villu. Unnur Tara kom KR 7 stigum yfir, 75-68, þegar rétt rúmlegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Spennan í húsinu var mögnuð og hverri körfu fagnað sem sigri. Hún var svo aftur að verki stuttu seinna og kom KR 9 stigum yfir, 77-68, og stuðningsmenn heimamanna risu á fætur. Ágúst Björgvinsson tók leikhlé þegar tvær og hálf mínúta var eftir en þá munaði 8 stigum á liðunum, 77-69. Um það bil 45 sekúndum seinna hafði Hamar skorað úr hraðaupphlaupi, KR hent frá sér boltanum og Benedikt tók leikhlé, 77-71. Hildur Sigurðardóttir fékk sína fimmtu villu þegar rétt rúmlega ein mínúta var eftir af leiknum og munaði 5 stigum á liðunum, 78-73. Julia Demrier minnkaði muninn fyrir KR í næstu sókn en Guðrún Gróa leiðrétti það af vítalínunni nokkrum sekúndum seinna. Hamarsstúlkur reyndi hvað þær gátu á lokamínútunni og pressuðu allan völlinn. Koren Schram setti niður risastóran þrist þegar þrjátíu sekúndur voru eftir og munaði því aðeins tveimur sigum á liðunum, 80-78. Hamar sendi Jenny Pfeiffer-finora á línuna um leið og hún fékk boltan, hún nýtti aðeins annað vítið og Hamar brunaði í sókn. Það var hins vegar Unnur Tara Jónsdóttir sem stal boltanum þegar tuttugu sekúndur voru efitr og var send á línuna, þar sem hún nýtti bæði vítin, 83-78. Koren Schram fékk svo tvö tækifæri á vítalínunni þegar fjórtán sekúndur voru eftir, en nýtti aðeins eitt. Koren fékk sína fimmtu villu þegar 12 sekúndur voru eftir og þurfti því að setjast á bekkinn, 83-79. KR hélt því út lokasekundurnar og fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum við mikin fögnuðu stuðningsmanna KR í húsinu.
Titillinn er sá fjórtándi sem kvennalið KR vinnur og hefur liðið því unnið titilinn jafnoft og Keflavík en átta ár eru síðan KR vann síðast
Til hamingju KR!
Til hamingju íslenskur kvennakörfubolti!
Gísli Ólafsson
Myndir: [email protected]